Duterte framlengir stríðið gegn fíkniefnum

30.01.2017 - 04:55
epa05760431 A handout picture dated and released on 30 January 2017 by the Presidential Photographers Division (PPD) shows Filipino President Rodrigo Duterte (R) gesturing during a press conference inside Malacanang presidential palace in Manila,
 Mynd: EPA  -  PPD
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að framlengja stríðið á hendur fíkniefnasölum og fíkniefnaneytendum til ársins 2022. Hann hafði áður sagt að herferðin myndi einungis standa yfir í nokkra mánuði.

 

5.300 manns að minnsta kosti hafa verið myrtir á Filippseyjum í herferð Duterte gegn fíkniefnasölum og fíkniefnaneytendum frá því í júní í sumar. Þar af hefur lögreglan tekið af lífi án dóms og laga 2.124 að hvatningu forsetans.

Duterte greindi frá því í ræðu í desember að hann hefði sjálfur drepið grunaða glæpamenn þegar hann gegndi embætti borgarstjóra í Davao. Það hafi hann gert til að sýna lögreglumönnum fordæmi.

Þegar Duterte tók við forsetabættinu lofaði hann því að vera búinn að binda enda á fíkniefnavandann í Filippseyjum fyrir lok síðasta árs. Í desember framlengdi hann tímann og sagði þá að í mars á þessu ári yrði stríðinu lokið. Hann tilkynnti svo í nótt á blaðamannafundi að stríðið gegn fíkniefnum muni standa yfir þangað til embættistíma hans lyki árið 2022.

 

Mynd með færslu
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV