Drukknuðu þegar báti hvolfdi

14.09.2017 - 11:55
Erlent · Asía · Indland
epa06203973 Footwears of victims of the capsized boat as National Disaster Response Force (NDRF) personnel search and rescue victims at the site where a riverboat capsized carrying 60 people in Baghpat, Uttar Pradesh, India, 14 September 2017. At least 22
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Að minnsta kosti 20 drukknuðu þegar yfirfullri ferju hvolfdi á ánni Yamuna við bæinn Baghpat, í Uttar Pradesh-ríki á Norður-Indlandi. Um borð voru 55, flest konur á leið til vinnu. Mótmæli brutust út á götum bæjarins þar sem yfirvöld vöru sökuð um að hafa orðið sein til að bjarga fólkinu úr ánni og lík þeirra sem fórust í slysinu voru notuð til þess að loka götum.
Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV