Drengurinn fundinn

09.02.2016 - 04:28
Lögreglubílar á bílastæði
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
14 ára drengs sem lögregla og Slysavarnarfélagið Landsbjörg leituðu að í nótt er fundinn. Hátt í 100 manns frá björgunarsveitum tóku þátt í leitinni. Drengurinn hafði legið á sjúkrahúsi en yfirgaf það um kvöldmatarleytið í gær. Þegar hann hafði ekki skilað sér um miðnætti voru björgunarsveitir kallaðar út.

Björgunarsveitarmenn leituðu á fjórhjólum og fjölmargir voru gangandi. Hundar voru notaðir til að hjálpa til við leitina. Drengurinn fannst heill á húfi um hálf fjögur í nótt og var komið aftur á sjúkrahúsið.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV