Dregið í viðureignir síðari umferðar á Rás 2

14.01.2016 - 16:43
Í kvöld fóru fram síðustu viðureignir fyrri umferðar á Rás 2. Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í Útvarpshúsinu á meðan á keppni stóð en oft var mjótt á munum.
 

Helstu úrslit í dag urðu þau að lið Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu sigraði lið Menntaskólans í Kópavogi með 27 stigum gegn 15, lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti hafði betur gegn Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og sigraði með 27 stigum gegn 17 stigum FSV og lið Menntaskólans á Laugarvatni lagði lið Menntaskólans í Borgarfirði með 23 stigum gegn 9.

Sigurlið þessara viðureigna bættust í hóp þeirra sem eru komin áfram í aðra umferð ásamt liði Verzlunarskólans sem fór áfram sem stigahæsta tapliðið. 

Að lokinni keppni í kvöld var dregið í viðureignir 2. umferðar sem fer fram á mánudag og miðvikudag í næstu viku. Viðureignir drógust sem hér segir:

Mánudagur 18.jan

kl. 19.30  MH - Flensborg

kl. 20.00  FS - Framhaldsskólinn Laugum

kl. 20.30  FVA - MÍ

kl. 21.00  Kvennaskólinn - FB

Miðvikudagur 20.jan

kl.19.30 MA - Verzlunarskólinn  

kl. 20.00  FG - ML

kl. 20.30  FAS - MS

kl. 21.00  MR - Borgarholtsskóli

Sigurlið 2. umferðar fara síðan áfram í sjónvarpshluta keppninnar sem hefst á Rúv 5.febrúar nk.

Spyrill í Gettu betur er Björn Bragi Arnarsson, spurningahöfundar og dómarar eru þau Bryndís Björgvinsdóttir og Steinþór Helgi Arnsteinsson, þeim til aðstoðar er Björn Teitsson. Með umsjón fer Elín Sveinsdóttir.

Elín Sveinsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Gettu betur
Gettu betur á Rás 2