Draumur um koss

15.02.2016 - 11:09
Mynd með færslu
 Mynd: Karl Hallgrímsson
Plata vikunnar að þessu sinni er önnur sólóplata Karls Hallgrímssonar og heitir eins og eitt laganna sem hana prýðir, Draumur um koss.

Hún var tekin á síðasta ári og hægri hönd Kalla við gerð plötunnar var Birgir Baldursson trommuleikari og tónlistarmaður. Birgir trommar á plötunni en sá einnig um hljóðblöndun, en Jónas Björgvinsson tók upp.

Tónlistin kemur víða að en á það öll sameiginlegt að hún er úr „lífrænu“ deildinni. Þetta er einhverskonar blanda af poppi, blús, jazz, rokki og folk-tónlist.

Með Karli er frábært lið hljóðfæraleikara og tónlistarmanna auk Birgis trommara. Eðvarð Lárusson spilar á gítar og Davíð Þór Jónsson á bassa, orgel og píanó.

 

Mynd með færslu
Matthías Már Magnússon
dagskrárgerðarmaður
Poppland
Þessi þáttur er í hlaðvarpi
Virkir morgnar
Þessi þáttur er í hlaðvarpi
Plata vikunnar á Rás 2