Dramatískt jafntefli Liverpool og Arsenal

13.01.2016 - 23:42
epa05047790 Liverpools James Milner (unseen) scores from the penalty spot to put Liverpool one up and then celebrates with his teamates during the English Premier League soccer match between Liverpool and  Swansea, Britain, 29 November 2015.  EPA/Peter
 Mynd: EPA
Stórliðin Liverpool og Arsenal skildu jöfn á Anfield Road í kvöld í frábærum leik, 3-3. Joe Allen jafnaði á lokamíntunum fyrir heimamenn í Liverpool.

Leikurinn byrjaði með látum því að loknum 25 mínútum höfðu fjögur mörk litið dagsins ljós. Arsenal er þrátt fyrir jafnteflið áfram í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig en aðeins á markamun því Leicester City gerði sér lítið fyrir og lagði Tottenham á útivelli, 0-1.

Í öðrum leikjum kvöldsins má nefna að bæði Chelsea og Manchester City gerðu jafntefli í sínum leikjum.

Úrslit kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni:
Chelsea - West Brom 2-2
Man City - Everton 0-0
Southampton - Watford 2-0
Stoke - Norwich 3-1
Swansea - Sunderland 2-4
Liverpool - Arsenal 3-3
Tottenham - Leicester 0-1

Staðan í ensku úrvalsdeildinni

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður