Dr. Fástus - Thomas Mann

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar

Dr. Fástus - Thomas Mann

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar
Mynd með færslu
03.04.2017 - 16:30.Jórunn Sigurðardóttir.Bók vikunnar
Bók vikunnar er að þessu sinni eitt af stórvirkjum bókmenntasögunnar, skáldsagan Dr. Fástus, ævisaga ímyndaðs tónskálds Adríans Leverkühns sögð af nánasta vini hans eftir Thomas Mann sem kom fyrst út í Þýskalandi árið 1947 og í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensens fimmtíu og þremur árum síðar eða árið 2000.

Það er Auður Aðalsteinsdóttir sem hefur umsjón með þættinum Bók vikunnar að þessu sinni og gestir hennar eru Freyja Gunnlaugsdóttir aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík og Gauti Kristmannsson prófessor í þýðingarfræði við Háskóla Íslands.

Hér má heyra Leif Hauksson lesa byrjunina á fyrsta kafla sögunnar sem og brot úr tuttugasta og fimmta kafla sögunnar.  Sá kafli byggir, samkvæmt skrásetjara sögunnar, Serenus Zeitblom, á uppskrift tónskáldsins Adríans Leverkühn, eftir að hann hefur átt samræðu við ákveðinn aðila sem þykist geta gert kröfur til hans fyrir veitta þjónustu hvað varðar snilligáfu.

Á milli lestranna má svo heyra Birnu Bjarnadóttur bókmenntafræðing gera nokkra grein fyrir þess mikla verki en Birna hefur víðtæka innsýn í höfundarverk Thomasar Mann og hefur kynnt sér tengingu skáldsögunnar Dr. Fástus. Ævisaga ímyndaðs tónskálds, Ardíans Lverkühns, sögð af nánasta vini hans við önnur verk Thomasar Mann. 

Birna reifar ennfremur hugmyndir manna um fyrirmyndin að tónskáldinu sem segir frá í sögunni en getgátur og staðhæfingar þess efnis hafa spannað allt frá heimspekingnum Friedrich Nietsche til 20. aldar tónskáldsins Arnolds Schönberg.

Umfjöllunarefni bókarinnar er víðfeðmt og nær m.a. til snillingshugtaksins og hvaðan og hvernig miklir andans listamenna þiggi sína snilligáfu og eins og titill bókarinnar gefur til kynna kemur þar hinn illi í neðra nokkuð við sögu og hans þáttur í því að dauðlegir menn öðlist guðlega snilligáfu og það verð sem þeim er gert að gjalda.

Thomas Mann telst til jöfra evrópskrar skáldsagnagerða á 20. öld og hafa sjö skáldsagna hans komið út í íslenskri þýðingu m.a. fyrsta skáldsaga Manns Buddenbrooks sem hann sendi frá sér árið 1901 aðeins tuttugu og sex ára gamall.

Thomas Mann hóf að skrifaði skáldsögu sína Fr. Fástus  í útlegðinni í Bandaríkjunum.  Mann fjölskyldan flúði endanlega vestur um haf í kjölfar sameiningar Austurríkis og Þýskalands árið 1938 og sneru ekki aftur fyrr en nokkrum árum eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk eða árið 1951 og þá til Sviss þar sem Thomas Mann lést aðeins fjórum árum síðar.

 

Thomas mann mun hafa hafið ritun skáldsögunnar Dr. Fástus fljótlega eftir að hann kom til Bandaríkjanna þannig að ritunartími skáldsögunnar fellur saman við ritunartímann í sögunni, þ.e. þann tíma sem hinn náni vinur Adrians Leverkühns situr við að skrifa sögu þess síðarnefnda og sem er tími heimsstyrjaldarinnar síðari. Skráning örlaga söguhetjunnar fellur með öðrum orðum saman við söguleg örlög Þýskalands á sama tima.

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni.