Djucanovic lýsir yfir sigri

15.10.2012 - 02:54
Mynd með færslu
Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, lýsti í nótt yfir sigri í þingkosningunum í gær.

Fyrra kjörtímabili átti ekki að ljúka fyrr en í lok mars á næsta ári en Djukaonovic boðaði til kosninga í sumar eftir að Evrópusambandið samþykkti að hefja aðildarviðræður við Svartfellinga. Stjórnin vildi fá óskorað umboð fyrir viðræðurnar. Úrslit kosninganna verða birt í dag en kjörstaðakannanir benda til þess að stjórnin haldi velli nokkuð örugglega.