Djokovic var boðið 20 milljónir fyrir að tapa

18.01.2016 - 18:40
Tennisbolti á borði.
 Mynd: ramasamy chidambaram  -  Freeimages
Besti tenniskappi heims, Novak Djokovic frá Serbíu, talar niður að hagræðing úrslita sé algeng sé á meðal bestu tenniskappa heims. Djokovic segir engar sannanir benda til að svo sé búið um hnútanna meðal þeirra allra bestu. Í gærkvöldi birtu BBC og BuzzFedd gögn sem benda til þess að úrslitum hafi verið hagrætt meðal þeirra bestu á stórmótum í tennis.

„Þetta eru bara vangaveltur,“ sagði Djokovic á blaðamannafundi í dag en hann er meðal keppenda á Opna ástralska meistaramótinu. Serbinn hefur unnið 10 stórmót en viðurkennir að sér hafi verið boðið um 20 milljónir króna [110 þúsund pund] fyrir að tapa leik snemma á ferlinum.

Á síðustu 10 árum hafa 16 tennisspilararar, sem allir eru meðal 50 bestu í heiminum, verið tilkynntir til siðanefndar alþjóðatennissambandsins vegna gruns um hagræðingu úrslita. Í þessum hópi eru meðal annars tennisspilarar sem hafa unnið eitt af fjórum stóru mótunum.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður