DiCaprio með pólitíska þakkarræðu

Erlent
 · 
Fólk í fréttum
 · 
Hamfarir
 · 
Kvikmyndir
 · 
Norður Ameríka
 · 
Menningarefni
 · 
Stjórnmál
 · 
Umhverfismál
epa05186199 Leonardo DiCaprio arrives for the 88th annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, California, USA, 28 February 2016. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in 24 categories in
 Mynd: EPA

DiCaprio með pólitíska þakkarræðu

Erlent
 · 
Fólk í fréttum
 · 
Hamfarir
 · 
Kvikmyndir
 · 
Norður Ameríka
 · 
Menningarefni
 · 
Stjórnmál
 · 
Umhverfismál
29.02.2016 - 06:32.Ævar Örn Jósepsson
Leonardo DiCaprio var að vonum kampakátur þegar hann steig á sviðið í Dolby-höllinni í Hollywood til að taka á móti sínum fyrstu Óskarsverðlaunum, en hann hefur verið tilnefndur 6 sinnum. Honum var vel fagnað, enda þótti mörgum sem það væri "komið að" honum í þetta skiptið. DiCaprio byrjaði á því að þakka öllum sem óskrifuð lög gera ráð fyrir að þakka skuli við tækifæri sem þetta, þar á meðal bæði leikstjóra og foreldrum. En svo sneri hann sér að pólitíkinni, nánar tiltekið loftslagsmálunum.

DiCaprio, sem fékk Óskarinn fyrir leik sinn í aðalhlutverki kvikmyndarinnar The Revenant, eða Afturgöngunnar, þykir stjórnmálamenn samtímans ekki taka loftslagsmálin og hlýnun Jarðar nógu alvarlega.

„Loftslagsbreytingarnar eru raunverulegar og þær eru í gangi núna. Þær eru mesta ógnin við tilveru mannkyns og við verðum að taka höndum saman til að vinna gegn henni, en ekki skjóta aðgerðum á frest á þessu sviði." DiCaprio skammaði stjórnmálamenn fyrir græðgi, og sagði frá því, að tökulið Afturgöngunnar hefði mátt leita lengi til að finna almennilega snævi þakið svæði til að kvikmynda á. „Tökum plánetuna okkar ekki sem gefinn hlut," sagði DiCaprio,við góðar undirtektir. 

 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Spotlight besta myndin - Mad Max með 6 Óskara