Denis er kokkur ársins

14.02.2016 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Denis Grbic matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu hlaut titilinn kokkur ársins í úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara og kokkalandsliðsins í Hörpu í gær.

Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mjótt á munum. Aðeins 0,3 stigum munaði á fyrsta og öðru sæti en mest eru gefin 300 stig. Denis verður fulltrúi Íslands í keppni um titilinn Matreiðslurmaður Norðurlandanna sem fram fer í mars. Hann hefur auk keppninnar í gær einu sinni áður tekið þátt í keppni. Það var í fyrra um eftirrétt ársins. Þá varð hann í öðru sæti. Honum þykir allt miðri keppninni í gær: „Það er bara allt saman. Já, það er bara allt saman. Bara við höfum ástríðu fyrir þessu. Og þetta er bara okkar, okkar thing, sko.“

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV