Denis er kokkur ársins

14.02.2016 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Denis Grbic matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu hlaut titilinn kokkur ársins í úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara og kokkalandsliðsins í Hörpu í gær.

Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mjótt á munum. Aðeins 0,3 stigum munaði á fyrsta og öðru sæti en mest eru gefin 300 stig. Denis verður fulltrúi Íslands í keppni um titilinn Matreiðslurmaður Norðurlandanna sem fram fer í mars. Hann hefur auk keppninnar í gær einu sinni áður tekið þátt í keppni. Það var í fyrra um eftirrétt ársins. Þá varð hann í öðru sæti. Honum þykir allt miðri keppninni í gær: „Það er bara allt saman. Já, það er bara allt saman. Bara við höfum ástríðu fyrir þessu. Og þetta er bara okkar, okkar thing, sko.“


Deila fréttÞórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV
14.02.2016 - 11:00