David Bowie látinn

Erlent
 · 
David Bowie
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
MON101 - 20020718 - MONTREUX, SWITZERLAND : British singer David Bowie performs during his concert at the Stravinski hall at the Montreux Jazz Festival on Thursday 18 July 2002. EPA PHOTO KEYSTONE / FABRICE COFFRINI / FC fob
 Mynd: EPA  -  KEYSTONE

David Bowie látinn

Erlent
 · 
David Bowie
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
11.01.2016 - 06:55.Róbert Jóhannsson
Tónlistarmaðurinn og goðsögnin David Bowie er látinn, 69 ára að aldri. Þetta staðfestir fjölmiðlafulltrúi hans við fréttastofu Sky.

Á heimasíðu söngvarans segir að Bowie hafi látist í faðmi fjölskyldunnar eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. 

Duncan Jones, sonur Bowies, staðfestir fregnirnar á Twittersíðu sinni, en í fyrstu var talið að um netgabb væri að ræða.

Bowie varð 69 ára gamall föstudaginn 8. janúar, en sama dag gaf hann út sína 29. plötu, Blackstar.