David Bowie látinn

11.01.2016 - 06:55
MON101 - 20020718 - MONTREUX, SWITZERLAND : British singer David Bowie performs during his concert at the Stravinski hall at the Montreux Jazz Festival on Thursday 18 July 2002. EPA PHOTO KEYSTONE / FABRICE COFFRINI / FC fob
 Mynd: EPA  -  KEYSTONE
Tónlistarmaðurinn og goðsögnin David Bowie er látinn, 69 ára að aldri. Þetta staðfestir fjölmiðlafulltrúi hans við fréttastofu Sky.

Á heimasíðu söngvarans segir að Bowie hafi látist í faðmi fjölskyldunnar eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. 

Duncan Jones, sonur Bowies, staðfestir fregnirnar á Twittersíðu sinni, en í fyrstu var talið að um netgabb væri að ræða.

Bowie varð 69 ára gamall föstudaginn 8. janúar, en sama dag gaf hann út sína 29. plötu, Blackstar.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV