Dare To Dream Small – Hafdís Huld

Dare to Dream Small
 · 
Hafdís Huld
 · 
Plata vikunnar
 · 
Poppland
 · 
Popptónlist
 · 
Tónlist

Dare To Dream Small – Hafdís Huld

Dare to Dream Small
 · 
Hafdís Huld
 · 
Plata vikunnar
 · 
Poppland
 · 
Popptónlist
 · 
Tónlist
Mynd með færslu
15.08.2017 - 11:38.Matthías Már Magnússon.Plata vikunnar, .Poppland
Nýjasta plata Hafdísar Huldar Dare to Dream Small kom út í Evrópu þann 28. júlí síðastliðinn. Platan er tekin upp í Stúdíó Suðurá í Mosfellsdal veturinn 2016 - 2017 og um útsetningar og upptökustjórn sá Alisdair Wright. Lögin á plötunni tengjast öll ákveðnu þema og koma inn á fegurðina í hversdagsleikanum, litla drauma og það að vera sáttur við sitt. Platan hefur hlotið mjög góða dóma og vandaðir textar Hafdísar á plötunni hafa vakið verðskuldaða athygli.

Tónlistarkonan Hafdís Huld kom ung fram á sjónarsviðið þegar hún söng með Gus Gus við góðan orðstír. Þegar samstarfinu við sveitina lauk fluttist hún til Bretlands til þess að stunda framhaldsnám í tónlist auk þess að vinna með fjölbreyttum hópi listamanna eins og t.d. Tricky, FC Kahuna, Boo Hewerdine og Nick Kershaw bæði sem lagahöfundur og söngkona.

Hafdís útskrifaðist frá London Centre of Contemporary Music árið 2006 og hennar fyrsta sólóplata kom út um haustið og var valin popp plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum sama ár. Síðan þá hefur hún sent frá sér plöturnar Synchronised Swimmers árið 2009 og Home árið 2014 og nú síðast Dare to Dream Small, auk barnaplatnanna Vögguvísur og Barnavísur . 

Sólóplötur hennar hafa allar komið út á alþjóðlegum markaði í samstarfi við breska útgefandann Redgrape Music og hefur hún getið sér gott orð fyrir fallegan flutning og skemmtilega sviðsframkomu á tónleikaferðum sínum í Evrópu, Bandaríkjunum og nú síðast í Kína.

Arnar Eggert gagnrýndi plötu Hafdísar Huldar Dare to dream small 18. ágúst 2017.

Lesið gagnrýnina hér

Tengdar fréttir

Menningarefni

Nýbylgjuskotið sumarpopp