Danir senda þotur og 400 hermenn gegn ISIS

04.03.2016 - 11:08
epa04945266 Danish Prime Minister Lars Lokke Rasmussen arrives at the start of an extraordinary EU Summit on the current migration and refugees crisis in Europe, in Brussels, Belgium, 22 September 2015. EU leaders meet for an extraordinary summit on
Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.  Mynd: EPA
Danir ætla að senda F16 orrustuþotur og fjögur hundruð sérsveitarmenn til að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki og ráða stóru landsvæði í Sýrlandi og Írak. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist hafa stuðning meirihluta þingmanna sem sitja í utanríkismálanefnd danska þingsins. Ríkisstjórnin hafi tekið þessa ákvörðun eftir umræður í nefndinni og muni brátt leggja frumvarp fyrir þingið um að styrkja baráttuna gegn íslamska ríkinu.
Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV