Cruz sigraði í Idaho

epa05195303 Republican presidential candidate Ted Cruz speaks at the 43rd Annual Conservative Political Action Conference (CPAC) at the Gaylord National Resort & Convention Center in National Harbor, Maryland, USA, 04 March 2016. Republican
 Mynd: EPA
Ted Cruz vann öruggan sigur í forkosningum repúblikana í Idaho. Þegar búið var að telja tæpan helming atkvæða hafði Cruz fengið um 42% þeirra, Donald Trump var í öðru sæti með tæp 29%, og Marco Rubio var þriðji með um eða yfir 18% atkvæða.

Trump vann hins vegar örugga sigra í hvoru tveggja Mississippi og Michigan fyrr í kvöld. Trump hefur nú unnið sigur í 14 ríkjum, Cruz 7 og Rubio 2. Repúblikanar á Hawaii kjósa einnig forsetaframbjóðanda í nótt, en þess er enn nokkuð að bíða að þaðan komi niðurstöður.