Comey mun vitna um meint afskipti Rússa

19.05.2017 - 23:52
epa05968856 (FILE) - A combo file picture made available on 17 May 2017 shows US President Donald J. Trump (L) participating in a town hall meeting on the business climate in the United States, in the Eisenhower Executive Office Building at the White
 Mynd: EPA
James Comey, sem Donald Trump rak úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á dögunum, mun bera vitni á opnum fundi leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á næstu vikum. Efni fundarins eru meint afskipti Rússa af forsetakosningunum vestra í fyrra haust.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mark Warner, aðalmanni Demókrataflokksins í leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar. Þar segist Warner vona að vitnisburður Comeys geti orðið til þess að svör fáist við einhverjum þeirra spurninga sem vaknað hafa eftir að forsetinn rak hann fyrirvaralaust þann 9. maí. Ekki er komin dagsetning á fundinn umfram það, að áætlað er að hann fari fram fljótlega eftir minningardag fallinna hermanna, sem haldinn er hátíðlegur síðasta mánudag í maí ár hvert, sem að þessu sinni ber upp á 29. maí.

Fréttin hefur verið uppfærð.