Colbert tekur Ísland fyrir

Flokkar: Innlent, Mannlíf


  • Prenta
  • Senda frétt

Stephen Colbert, einn þekktasti grínisti Bandaríkjanna, tók fyrir hugsanlegt mynt-samstarf Íslands og Kanada í þætti sínum í gærkvöldi.

Colbert, sem tekur fyrir fréttir líðandi stundar og setur þær í gamansaman dúr, var undrandi á því að Kanada skyldi vilja færa út kvíarnar og taldi þetta vera vísir að heimsyfirráðarstefnu nágranna sinna í norðri. Ísland yrði þá fyrsta fórnarlambið.  "Þið verðið að streitast á móti, Íslendingar. Af hverju getið þið ekki verið stoltir af ykkar eigin gjaldmiðli," sagði Colbert og um leið birtist mynd af fimm þúsund króna seðlinum en bandaríski þáttastjórnandinn virtist ekki par hrifinn af útliti hans. "Jeiks," sagði hann.

Hægt er að sjá grínið um hugsanlega útrás kanadíska gjaldmiðilsins hér að neðan.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku