Clinton sendir 17. júní kveðju

16.06.2010 - 10:25
Mynd með færslu
Íslendingar geta reitt sig á trausta vináttu og stuðning Bandaríkjamanna í þeim efnahagserfiðleikum sem að steðja.

Þetta segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kveðju sem hún hefur sent Íslendingum í tilefni af 17. júní.
Þar áréttar hún menningarleg og efnahagsleg tengsl landanna. Hún segir að Bandaríkin séu stolt af því að hafa verið fyrsta þjóðin til að viðurkenna sjálfstæði Íslendinga 17. júní árið 1944. Ennfremur séu Bandaríkjamenn þakklátir fyrir þá framúrskarandi gestrisni sem Íslendingar hafi sýnt í gegnum tíðina. Í dag haldi þjóðirnar áfram að vinna saman að friði, framþróun og velmegun í heiminum. Íslendingar geti reitt sig á trausta vináttu og stuðning Bandaríkjamanna í þeim fjárhagsþrengingum sem að steðja. Að lokum sendir hún Íslendingum hamingjuóskir á þjóðhátíðardaginn og óskir um friðsæla og bjarta framtíð.

Hér fyrir neðan má horfa á myndskeið með kveðjunni.