Clinton og Trump sigruðu í Mississippi

epa05198821 A handout photo provided by CNN shows US Democratic Presidential candidates Hillary Clinton (L) and Bernie Sanders during the CNN Democratic Presidential candidates' debate, at the Whiting Auditorium in Flint, Michigan, USA, 06 March 2016
Clinton var til skamms tíma spáð öruggum sigri í Michigan. Síðustu daga hefur dregið saman með þeim Sanders, og fyrstu tölur benda til þess að hann hafi betur.  Mynd: EPA  -  CNN
Hillary Clinton vann sigur í forkosningum demókrata í Mississippi-ríki, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Allra fyrstu tölur frá Michigan benda hins vegar til þess að Bernie Sanders, keppinautur hennar um að verða forsetaframbjóðandi flokksins í haust, hafi fengið heldur fleiri atkvæði en hún þar á bæ, þvert á skoðanakannanir. Hjá repúblikönum virðist Donald Trump halda sigurgöngu sinni áfram.

Trump vann sigur í Mississippi, þar sem Ted Cruz var nokkuð langt á eftir honum í öðru sætinu. Í Michigan benda fyrstu tölur til þess að Trump hafi afar naumt forskot á John Kasich.

Demókratar kjósa aðeins í Mississippi og Michigan í dag, en repúblikanar kjósa einnig í Idaho og á Hawaii.