Clinton lofar að birta leyniskjöl um geimverur

epa03515659 A man in fancy dress stands in the village of Bugarach, as authorities block access to the peak of Bugarach in Southern France, 21 December 2012. Bugarach is a small village of some 200 souls on the French side of the Pyrenees. New Agers and
 Mynd: EPA
Hillary Clinton, sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni, hefur lofað að birta öll leyniskjöl um geimverur og fljúgandi furðuhluti ef hún nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Það vekur ekki síst athygli í ljósi þess að eiginmaður hennar og fyrrverandi forseti, Bill Clinton, er sagður hafa reynt að fá skjölin birt þegar hann var við völd árið 1994.

Mikil leynd hvílir yfir fundum sem hann átti með milljarðamæringnum Laurence Rockefeller á þeim tíma. Rockefeller var mikill áhugamaður um geimverur og lagði að sögn hart að Clinton að birta skjölin opinberlega. Forsetahjónin gistu meðal annars á búgarði Rockefellers í sjö daga árið 1995 og þá náðust myndir af Hillary með bók í hönd sem fjallar um meint samsæri bandarískra stjórnvalda til að halda sannleikanum um geimverur frá almenningi.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV