Christie lýsir yfir stuðningi við Trump

26.02.2016 - 18:20
epa04808650 New Jersey Governor Chris Christie delivers remarks at a luncheon during The Faith & Freedom Coalition's 'Road to Majority' conference held in Washington, DC, USA, 19 June 2015. The Road to Majority is a grassroots
 Mynd: EPA
Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump sem næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Christie sóttist sjálfur eftir tilnefningunni þar til hann gafst upp tíunda þessa mánaðar eftir slæmt gengi. Stuðningur hans þykir afar mikilvægur fyrir Trump, sérstaklega þar sem fáir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum hafa treyst sér til að styðja framboð hans til þessa.

Í yfirlýsingu sem Christie sendi frá sér í kvöld segir að Trump eigi bestan möguleika á að koma í veg fyrir að Hillary Clinton nái kjöri sem forseti. Hann kvaðst ekki telja að þingmennirnir Marco Rubio eða Ted Cruz hefðu næga reynslu.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV