Capito tekur við McLaren

14.01.2016 - 20:39
epa04459293 Miikka Anttila (L) of Finland with VW morosports director Jost Capito of Germany during shakedown of the Rally de Espana 2014, in Costa Daurada, Salou, Barcelona, Spain, 23 October 2014. The rally will take place from 23 to 26 October.  EPA
 Mynd: EPA  -  REPORTER IMAGES
Lið McLaren í Formúlu 1 hefur ráðið Jost Capito sem liðsstjóra liðsins fyrir komandi keppnistímabil. Capito, sem er 57 ára gamall, hefur starfað fyrir Volkswagen en mun nú taka við starfinu eftir að Martin Whitmarsh var látinn fara frá árið 2014. Jonathan Neale hafði stýrt McLaren liðinu í millitíðinni.

McLaren-liðið stefnir að því að bæta árangur sinn eftir slakt gengi á síðustu leiktíð. Liðið hafnaði í 9. sæti af tíu liðunum á síðustu leiktíð í keppni bílasmiða þrátt fyrir að hafa ökuþóranna Jenson Button og Fernado Alonson innan sinna raða.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður