Býst við að Abdeslam verði framseldur fljótt

18.03.2016 - 20:10
epa04874848 French President, Francois Hollande, speaks to journalists in front of the Suez of an addition to the Suez Canal, in Ismailia, Egypt, 06 August 2015. The latest addition to the canal comes in at 35 kilometers of new canal and the widening of a
Francois Hollande, forseti Frakklands.  Mynd: EPA  -  REUTERS / POOL
Francois Hollande, forseti Frakklands, sagðist á blaðamannafundi í kvöld búast við að Salah Abdeslam, grunaður höfuðpaur í hryðjuverkunum í París í nóvember, verði framseldur til Frakklands fljótlega. Hann var handtekinn í Brussel í Belgíu í kvöld og fjórir aðrir til viðbótar.

Belgíska lögreglan hefur staðið fyrir umfangsmiklum aðgerðum í samstarfi við frönsku lögregluna síðustu daga til að hafa uppi á öllum sem tengjast Parísarárásunum.  
Hollande segir að mun fleiri hafi verið viðriðnir árásirnar í París en áður hafði verið talið. 

Abdeslam er 26 ára. Hann fæddist í Brussel, en er franskur ríkisborgari. Hann bjó í Molenbeek-hverfinu fyrir árásirnar í París 13. nóvember. Hundrað og þrjátíu manns létu lífið í árásunum. 

AFP fréttastofan greinir frá því að Hollandi hyggist kalla saman öryggisráð Frakklands á morgun. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV