Bylting í frönskum stjórnmálum

18.06.2017 - 23:47
epa06034664 A woman prepares to vote in a voting booth for the second round of the French legislative elections in Gallician, southern France, 18 June 2017. France holds the second round of parliamentary elections on 18 June 2017, just under two months
 Mynd: EPA
Kosningabandalag flokks Emmanuels Macrons, En Marche, og Lýðræðishreyfingarinnar, sem einnig er miðjuflokkur, hefur tryggt sér 341 af 577 þingsætum. Bandalag hægri flokka, með Repúblikana í forystu, á 135 þingsæti vís en Sósíalistar og samstarfsflokkar þeirra gjalda algjört afhroð, hafa aðeins tryggt sér 43 þingsæti, en voru með 300 þingmenn. Róttæki vinstri flokkurinn fær 27 þingmenn, Þjóðfylkingin 8 og aðrir flokkar 9. Enn á eftir að skera úr um úrslit í 13 einmenningskjördæmum.

Þótt En Marche og Lýðræðishreyfingarinnar (MoDem) sé afgerandi og tryggi Macron þægilegan þingmeirihluta á komandi árum er hann umtalsvert minni en spáð hafði verið. Síðustu skoðanakannanir bentu til þess að kosningabandalag nýju flokkanna kæmi til með að fá á bilinu 420 til 470 þingsæti.

Engu að síður marka kosningarar algjöran umsnúning í frönskum stjórnmálum. Stóru valdablokkirnar tvær, Repúblikanar og þeirra bandamenn annars vegar, og Sósíalistar og þeirra samstarfsflokkar, tapa yfir 300 þingsætum til miðjuhreyfingarinnar. Þegar síðast var kosið til þings, 2012, var flokkur Macrons ekki til og Lýðræðishreyfingin fékk innan við tvö prósent atkvæða.