Buxnalausi dagurinn á morgun

09.01.2016 - 13:54
VLUU L310 W  / Samsung L310 W
 Mynd: Wikimedia Commons
Farþegar í lestum í Berlín, New York og víðar, verða margir hverjir buxnalausir á morgun. Þá verður haldið upp á buxnalausa daginn („Unten-ohne-Fahrt“/„No Pants Subway Ride“). Buxnalausir dagar hafa verið haldnir í almenningssamgöngum í yfir yfir 60 borgum um allan heim.

Buxnalausi dagurinn er uppruninn í New York. Maður að nafni Charlie Todd skipulagði viðburðinn fyrst, 6. janúar árið 2002, undir yfirskriftinni „lestarferð án buxna“ („No Pants Subway Ride“)

Í New York hafa um 14 þúsund skráð sig til leiks á Facebook-síðu viðburðarins. Álíka margir hafa sagst ætla að vera með í Berlín.

Af hverju?

Buxnalausi dagurinn hefur engan sérstakan tilgang eða markmið. Nema að fá fólk til að hlæja og búa til tilbreytingu í hversdeginum, að þýska dagblaðið Berliner Morgenpost hefur eftir Todd í umfjöllun á vef sínum

BVG, sem rekur almenningssamgöngur í Berlín, gerir ekki athugasemdir við að fólk ferðist um buxnalaust. Ekki má þó trufla þá farþega sem ekki taka þátt í buxnalausa deginum. Fólk getur klæðst því sem það vill, svo lengi sem því líður vel, segir talskona fyrirtækisins í samtali við Berliner Morgenpost. 

Buxnalausi dagurinn í Berlín í fyrra: 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV