Búlgarar herða landamæraeftirlit

05.03.2016 - 16:12
epa05195984 A refugee woman shows a stamped document for her family after they crossed the border between Greece and Macedonia, near Gevgelia, The Former Yugoslav Republic of Macedonia, 05 March 2016. Migration restrictions along the so-called Balkan
 Mynd: EPA
Um 400 búlgarskir hermenn og öryggissveitir munu á næstu dögum sinna landamæravörslu við grísku landamærin að Búlgaríu. Þetta sagði forsætisráðherra Búlgaríu, Boiko Borissov, í dag.

Stjórnvöld í Búlgaríu óttast að flóttamenn og hælisleitendur í Grikklandi leiti í auknum mæli til Grikklands á næstunni. Borissov bætti því við að hægt verði að tvöfalda fjölda hermanna á svæðinu með litlum fyrirvara, sé þess nauðsyn. 

Um 2.000 lögreglumenn gæta nú landamæranna við Grikkland, sem eru um 260 kílómetra löng. Til viðbótar er þar 30 kílómetra löng vírgirðing. Fáir flóttamenn og hælisleitendur hafa komið til landsins í gegnum Grikkland og er það ekki síst vegna strangrar landamæravörslu undanfarið ár.

Fjöldatakmarkanir á flóttamenn í Austurríki og hjá þjóðunum á Balkansskaga hafa gert það að verkum að flóttamenn leita á önnur mið. 

 

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV