Búið að slökkva eldinn við Hólmaslóð

12.01.2016 - 15:46
Mynd með færslu
 Mynd: Jón Þór Víglundsson
Eldur kviknaði á efri hæð húss við Hólmaslóð 4 í Reykjavík. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á vettvang en helmingur þess þurfti að fara í annað útkall í Lækjasmára þar sem tilkynnt var um reyk undan þakskeggi.

Í Kópavogi reyndist nokkur eldur í risi blokkaríbúðar og erfitt fyrir slökkvilið að komast að til að slökkva. Slökkvistarf gekk vel og slökkviliðsmenn eru byrjaðir að reykræsta íbúðina.

 

 

 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV