Bubba Watson vann - McIlroy hrundi á lokadegi

22.02.2016 - 11:11
epa04947441 Bubba Watson of the US hits his tee shot on the third hole in the first round of the TOUR Championship golf tournament at East Lake Golf Club in Atlanta, Georgia, USA, 24 September 2015. The TOUR Championship is the fourth and final tournament
 Mynd: EPA
Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson bar sigur úr býtum á Northern Trust mótinu í golfi í Kaliforníu í gærkvöldi. Norður-Írinn Rory McIlroy fékk 7 skolla á lokahringnum.

Watson lék mjög jafna hringi á mótinu um helgina og lauk leik á 15 höggum undir pari eftir að hafa leikið lokahringinn á 3 undir pari. Hann varð höggi á undan Adam Scott frá Ástralíu og Jason Kokrak frá Bandaríkjunum. 

McIlroy lék afleitlega

Rory McIlroy hafði leikið vel á mótinu fram að lokadegi og var hann í baráttu um sigur. Það fór hins vegar allt í vaskinn hjá honum. Hann féll niður í 20. sæti eftir að hafa leikið á 4 höggum yfir pari á lokahringnum.

 

Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður