Brussel: Kennsl borin á 24 fórnarlömb

27.03.2016 - 02:55
epa05231002 Emergency services observe a minute of silence to the people killed and injured in the 22 March Brussels terrorist attacks, at Place de la Bourse, in Brussels, Belgium, 25 March 2016. At least 31 people were killed with hundreds injured in
Sjúkraflutningafólk, öryggisverðir og starfsfólk neyðarþjónustu minntist fórnarlamba árásanna í Brussel með mínútuþögn á Kauphallartorginu á föstudaginn langa.  Mynd: EPA
Kennsl hafa verið borin á 24 fórnarlömb árásanna í Brussel á þriðjudag, og sprengjumennina þrjá. Fjögur fórnarlömb eru enn óþekkt. Frá þessu var greint á fréttamannafundi í gær. Þau sem fórust í árásunum og búið er að bera kennsl á eru af 11 þjóðernum frá öllum heimshornum. Sprengjumennirnir og þrjú fórnarlömb þeirra voru Belgar. Staðfest er að þrír Hollendingar eru á meðal hinna látnu og tveir Bandaríkjamenn. Sænsk kona á sjötugsaldri féll í árásunum og þrítugrar löndu hennar er enn saknað.

Breti, Ítali, Frakki, Ítali, Þjóðverji, Marokkómaður, Kínverji og Perúmaður eru einnig á meðal þeirra sem fórust í árásunum. Á meðal hinna særðu er fólk af enn fleira þjóðerni, enda óvíða jafn fjölþjóðleg mannlífsflóra og í Brussel. Á fjórða hundrað særðist, margir þeirra illa. Um 100 dvelja enn á samtals 33 sjúkrahúsum í Belgíu og Frakklandi, þar af eru rúmlega sextíu enn á gjörgæslu. 32 þeirra brenndust illa í sprengingunum og njóta aðhlynningar á sérhæfðum brunadeildum.