Brúðarkjólarnir komu FVA áfram - myndband

28.01.2015 - 21:53
FVA - Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi - komst í kvöld í fyrsta skipti í undanúrslit Gettu Betur á dramtískan hátt þegar liðið lagði Flensborg frá Hafnarfirði í fyrstu sjónvarpskeppni kvöldsins.

FVA tryggði sér sigur með því að svara þríþrautinni rétt en Flensborg var á undan á bjöllunni en spurt var um brúðarkjóla frægra kvenna. Hafnfirðingar sögðu konurnar á myndinni vera Díana prinsessa, Jennifer Aniston og Portia DeGeneres - það reyndist ekki rétt og fór kliður um sjónvarpssal og allra augu á FVA sem reyndist vera með þetta á hreinu - konurnar á myndunum voru þær Díana prinsessa, Angelina Jolie - sem stal Brad Pitt af Aniston eins og frægt er orðið - og Portia de Rossi.