Brot af því besta frá Óskarnum í nótt

Erlent
 · 
Menningarefni
Mark Rylance, winner of the award for best actor in a supporting role for “Bridge of Spies,"  from left, Brie Larson, winner of the award for best actress in a leading role for “Room”, Leonardo DiCaprio, winner of the award for best actor in a
 Mynd: Jordan Strauss/Invision/AP  -  Invision

Brot af því besta frá Óskarnum í nótt

Erlent
 · 
Menningarefni
29.02.2016 - 07:38.Freyr Gígja Gunnarsson
Kvikmyndin Spotlight, sem segir frá afhjúpun blaðamanna Boston Globe á níðingsverkum innan kaþólsku kirkjunnar, var valin kvikmynd ársins þegar Óskarsverðlaunin voru afhent í nótt. Leonardo DiCaprio hreppti loks Óskarsstyttu í fimmtu tilraun og hélt innblásna ræðu um baráttuna gegn loftslagsbreytingum.

Óskarsverðlaunin hófust á hefðbundinn hátt - á rauða dreglinum þar sem keppnin var ekkert síður hörð um hvaða leikkona væri í flottasta kjólnum. Cate Blanchett, Alicia Vikander og Margot Robbie voru  meðal þeirra sem þóttu bera af.  Það sem heillaði þó áhorfendur og ljósmyndara mest var að sjá Kate Winslett og Leonardo DiCaprio saman á ný.

epa05186292 Leonardo DiCaprio (R) and Kate Winslet (L) arrive for the 88th annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, California, USA, 28 February 2016. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in 24
 Mynd: EPA
Cate Blanchett arrives at the Oscars on Sunday, Feb. 28, 2016, at the Dolby Theatre in Los Angeles. (Photo by Jordan Strauss/Invision/AP)
 Mynd: Jordan Strauss/Invision/AP  -  Invision
Margot Robbie arrives at the Oscars on Sunday, Feb. 28, 2016, at the Dolby Theatre in Los Angeles. (Photo by Jordan Strauss/Invision/AP)
 Mynd: Jordan Strauss/Invision/AP  -  Invision

En þegar stjörnurnar höfðu gengið eftir rauða dreglinum hófst hátíðin sjálf og veislustjórinn var Chris Rock. Sem skaut nokkuð föstum skotum á Akademíuna en hátíðin var mikið gagnrýnd þegar í ljós kom að aðeins hvítir leikarar voru tilnefndir. 

Svo var hafist handa við að útdeila verðlaunum og fyrstu aðalverðlaunin féllu í skaut sænsku leikkonunnar Aliciu Vikander. Sem ávarpaði samkunduna á sænsku.  Svía ráða sér vart af kæti yfir sigri Vikander.

Ein óvæntustu úrslit kvöldsins urðu þegar Mark Rylance sló Sylvester Stallone við og hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Bridge of Spies. Fyrirfram höfðu flestir búist við því að Stallone hlyti styttuna góðu fyrir frammistöðu sína í Creed en Rylance stóð uppi sem sigurvegari.

Það kom fáum á óvart að Brie Larson skyldi hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Room - hún þykir fara á kostum í hlutverki móður sem þarf að púsla saman lífi sínu og sonar eftir að hafa verið í haldi mannræningja. Þetta var í fyrsta skipti sem Larson var tilnefnd og hún þakkaði öllum - bæði fjölskyldu og vinum. 

Meðal annarra verðlaunahafa í nótt var Sam Smith og lagið hans Writings on the Wall úr nýjustu Bond-myndinni Spectre. 

En mesta spennan var þó í kringum leikara ársins - hvort Leonardo DiCaprio tækist loks að hreppa styttuna í fimmtu tilraun. Þegar Julianne Moore tilkynnti að DiCaprio hefði farið með sigur af hólmi fyrir leik sinn í The Revenant hlaut leikarinn standandi lófaklapp.

Hann flutti innblásna ræðu um loftslagsbreytingar og hvatti fólk til að snúa baki við stjórnmálamönnum sem töluðu máli stórfyrirtækja. „Við megum ekki taka jörðinni sem sjálfsögðum hlut - ég tek þessum verðlaunum ekki sem sjálfsögðum hlut.“

Það var síðan Morgan Freeman sem fékk þann heiður að tilkynna hver mynd ársins væri - í ljósi þess að DiCaprio og Alejandro G. Iñárritu höfðu báðir fengið Óskarsverðlaun fyrir leik og leikstjórn reiknuðu margir með að það yrði The Revenant sem yrði fyrir valinu. En annað kom á daginn.

Tengdar fréttir

Umhverfismál

DiCaprio með pólitíska þakkarræðu

Kvikmyndir

Spotlight besta myndin - Mad Max með 6 Óskara

Kvikmyndir

Amy besta heimildamyndin

Kvikmyndir

Fyrsti Óskarinn til Chile