Bretar senda neyðaraðstoð

08.09.2017 - 11:26
epa06189832 A handout photo made available by the US Navy showing a GOES satellite image taken 06 September 2017 at 8:46 a.m. EST (issued 07 September 2017) of Hurricane Irma in the Atlantic Ocean about 15 miles west of St. Martin. The category 5
 Mynd: EPA-EFE  -  US NAVY
Bretar senda í dag neyðarhjálp til Bresku Jómfrúaeyja á Karíbahafi sem urðu illa úti í fellibylnum Irmu.Tvær flutningavélar breska hersins halda í dag hlaðnar neyðaraðstoð til hamfarasvæðanna, þá eru og tvö bresk herskip væntanleg þangað með tjöld og tæki til þess að hreinsa mengað drykkjarvatn. Neyðarástandi var lýst yfir á eyjunum þar sem varð mikið eignatjón nokkrir íbúar létu lífið. 

Frönsk yfirvöld tilkynntu í morgun að tjón af völdum fellibylsins á eyjum sem lúta frönskum yfirráðum nemi yfir 200 milljónum evra jafnvirði 240 milljónum dollara.

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV