Bréf Höskuldar til Dags

22.09.2015 - 17:22
Höfuðstöðvar Arion banka.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Reykjavíkurborg hefur gert opinbert bréf Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra vegna sniðgöngu á ísraelskar vörur. Höskuldur áframsendi Degi bréf Eggerts Dagbjartssonar sem lýst hafði áhyggjum af viðbrögðum við ákvörðun borgarstjórnar.

Í stuttu bréfi sínu segir Höskuldur að málið sé afskaplega óheppilegt og að hann hyggi að sambærileg viðbrögð berist sér og öðrum í bankanum úr öðrum áttum vegna annarra verkefna. 

Sæll Dagur borgarstjóri,

Leyfi mér að áframsenda þessa nótu frá Eggerti Dagbjartsyni. Þú þekkir allar þessar persónur mæta vel sem og verkefnið og vísast er búið að hafa samband við þig vegna þessa máls eftir öðrum leiðum.
Ákaflega óheppilegt og hygg ég að sambærilegt berist okkur í bankanum úr öðrum áttum vegna annarra verkefna.

Með bestu kveðjum,
Höskuldur

Í bréfi sínu vísar Höskuldur til þeirra áhyggja sem Eggert Dagbjartsson hafði lýst vegna fjármögnunar hótelbyggingar við Hörpu. Eggert hefur starfað sem fjárfestir í Bandaríkjunum í áratugi og er meðal eigenda og stjórnenda í hópnum sem ætlar að reisa hótel við Hörpu. 

 

Eggert segir í bréfi sínu til Höskuldar að hann vilji deila með honum áhyggjum sínum. Hann segist telja að þetta geti hugsanlega haft afar slæm áhrif á hótelbygginguna, staðreyndin sé sú að margir lykilmenn í verkefninu séu Bandaríkjamenn sem séu gyðingatrúar. Að auki séu mörg önnur hótelfyrirtæki í eigu bandarískra gyðinga. Eggert tekur fram að gyðingar séu alls ekki einsleitur hópur en almennt styðji þeir dyggilega við bakið á Ísraelsríki. 

Eggert segir að skilaboðin sem Reykjavík sendi með ákvörðun sinni um að sniðganga vörur frá Ísrael séu, hvort sem þau séu þannig meint eða ekki: þú ert ekki velkominn hér ef þú ert gyðingur. Hann tekur þó fram að hann viti ekki hvernig þeir sem koma að verkefninu bregðist við og kveðst vona að þetta valdi ekki vandamálum þó sú hætta sé fyrir hendi.

Dear Hoskuldur,

I wanted to share my concern with you regarding the recent resolution passed by the Reykjavik City Council - banning the importing of certain goods from Israel to Iceland. I believe this could potentially have a very negative impact on our project - the proposed Reykjavik Edition. The fact is that many of the key people who are ultimately going to be responsible for making this a success are Jewish Americans. Both Ian Schrager and Dick Friedman are jewish. Many of the top people at Marriott are jewish as well. Furthermore, most major US Hotel Companies - such as Starwood, Lowes, etc. are either owned or controlled by jewish Americans.

While American jews are by no means a unified group, they are generally strongly supportive of the State of Israel and sensitive to boycotts or banning of Israeli related products or services. This is a real "hot button" issue.

The message that the City of Reykjavik has just sent, whether it meant to or not, is this: "if you are jewish - your not welcome here". It also suggests and will potentially be interpreted by the outside world as a statement that Icelander's are racist when it comes to jews. I've got no idea how someone like Ian Schrager or Dick Friedman will react to this - and I'm hoping they don't find out about this and it will be somehow quickly fixed. This has the potential of being a real problem - which I clearly hope it will not be.

If there is anything that you can do to influence things and have this retracted - and that a clear message be sent that Iceland is a welcoming place for Israeli's and jews - as well as people of all nationalities and creeds - it should be done as soon as possible.

This is not good for Iceland - and potentially harmful to our project.

Best,

Eggert