Bólivía: 7 fórust í flugslysi

14.03.2016 - 04:12
Mynd með færslu
Flugvélin sem hrapaði var af gerðinni Cessna 206, eins og þessi sem hér sést.  Mynd: FlugKerl2  -  wikimedia commons
Sjö fórust og fimmtán slösuðust þegar lítil flugvél hrapaði til jarðar og brotlenti á útimarkaði í bænum Santa Ana del Yacuma í norðausturhluta Bólivíu um hádegisbil í gær, að staðartíma. Fjórir voru um borð í vélinni, sem var af gerðinni Cessna 206, og létust allir. Auk þeirra dó þrennt á jörðu niðri, samkvæmt upplýsingum yfirvalda í Bólivíu.

Allir sem létust munu vera frá þessum slóðum. Eldur kom upp í vélinni er hún skall á markaðnum og náði að breiðast nokkuð út um markaðinn áður en hann var slökktur. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV