Bók vikunnar er Þýska húsið

08.01.2016 - 16:16
Þýska húsið er nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar sem örugglega er óhætt að kalla konung íslenskra glæpasagna. Ævinlega skulu sögur hans tróna efst á sölulistum hérlendis auk þess sem enginn íslenskur höfundur hefur náð viðlíka vinsældum erlendis. Sunnudaginn, 10. janúar, má hlusta á Þröst Helgason ræða við Bergljótu S. Kristjánsdóttur og Hildi Ýri Ísberg um þessa bók. Hér má hins vegar heyra tvo stutta lestra úr sögunni auk samantektar úr efni safns útvarpsins þar sem Arnaldur segir frá.

Þýska húsið er nýjasta og nítjánda bók spennusagnahöfundarins og sagnfræðingsins Arnaldar Indriðasonar. Þýska húsið, sem er jafnframt önnur bókin um nýtt löggupar í höfundarverki Arnaldar, Íslendingurinn Flóvent og hinn vestur-íslenski Thorson leita lausnar á glæpamáli. Það var í bókinni Skuggasund sem Arnaldur kynnti þessa tvo ólíku lögreglumenn til sögunnar. 

 

Málið sem þeir félagar standa frammi fyrir virðist borðleggjandi í fyrstu. Farandsölumaður finnst myrtur í lítilli leiguíbúð í gamla vesturbænum í Reykjavík. Byssukúlan í höfði mannsins bendir til að þarna hafi erlendur hermaður verið á ferð enda bærinn fullur af útlenskum her sumarið 1941. Einfalt reynist málið sannarlega ekki heldru teygir það anga sína langt til fortíðar. 

Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður