Boðar hertar árásir á Íslamska ríkið

epa05105417 French President Francois Hollande delivers his 2016 new year wishes to the inhabitants of Correze, in Tulle, France, 16 January 2016.  EPA/CAROLINE BLUMBERG
Francois Hollande, forseti Frakklands.  Mynd: EPA  -  EPA
Bandalagsþjóðir sem berjast gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki ætla að herða loftárásir á samtökin í Írak og Sýrlandi. Francois Hollande, forseti Frakklands, lýsti þessu yfir í morgun og sagði að Frakkar myndu taka þátt í þeim aðgerðum.

Yfirlýsing forsetans kom að loknum fundi varnarmálaráðherra bandalagsríkjanna í París, sem sögðu markmiðið að frelsa borgirnar Mosul í Írak og Raqqa í Sýrlandi úr höndum Íslamska ríkisins. Hollande sagði einnig að ráðherrarnir hefðu ákveðið að styðja vopnaðar sveitir araba og Kúrda sem berðust gegn Íslamska ríkinu.

Forsetinn sagði enn fremur að árið 2016 yrði að vera tími breytinga í Sýrlandi, en stefnt er að því að friðarviðræður stríðandi fylkinga hefjist næstkomandi mánudag. Að sögn forsetans hafa fulltrúar hófsamra uppreisnarmanna heitið að mæta til viðræðnanna.