Boða kynjakvóta á stjórnir hlutafélaga

10.03.2016 - 09:06
Mynd með færslu
 Mynd: socialdemokraterna.se
Sænska ríkisstjórnin boðar ný lög um jafnt hlutfalla kvenna og karla í stjórnum hlutafélaga strax á næsta ári.

Ása Regnér, jafnréttisráðherra Svíþjóðar, segir að ríkisstjórnin standi við fyrirheit um lög um kynjakvóta í stjórnir hlutafélaga ef hlutfall kvenna í stjórnum skráðra hlutafélaga hækki ekki á þessu ári í 40 prósent. Til þess að það markmið náist verði að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja um að minnsta kosti 200.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV