Blóðugir bardagar á milli ISIS og Kúrda

27.02.2016 - 15:11
epa04815690 Members of Kurdish People Defence Units (YPG) guard during a sunset near Tel Abyad border gate northern Syria, 23 June 2015. Turkey on 22 June opened the border crossing to Tel Abyad, aka Tell Abiad or Tal Abyad, in northern Syria, allowing
 Mynd: EPA
Meira en sextíu og fimm eru fallnir eftir harða bardaga og loftárásir við sýrlenska bæinn Tel Abyad, skammt frá landamærunum við Tyrkland. Átökin hófust í morgun þegar fjölmennar vígasveitir hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki réðust gegn varnarsveitum Kúrda.

Bærinn var undir stjórn íslamska ríkisins þar til Kúrdar náðu honum á sitt vald í fyrra. Bandalagsríkin svokölluðu gerðu minnst tíu loftárásir til að reyna að stöðva sókn vígasveitanna inn í Tel Abyad. Af þeim sem hafa fallið í átökunum þar í dag eru flestir taldir vera vígamenn íslamska ríkisins en um tuttugu Kúrdar hafa einnig fallið. 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV