Blackstar á toppi Billboard-listans

17.01.2016 - 21:09
epa05097508 Copies of David Bowie's latest album called 'Backstar' on sale at HMV store in Central London, Britain, 11 January 2016. The British musican died on 10 January 2016 at the age of 69 after an 18-month battle with cancer.  EPA
 Mynd: EPA
Blackstar, síðasta breiðskífa Davids Bowie, er kominn í efsta sæti Billboard breiðskífulistans í Bandaríkjunum, viku eftir að söngvarinn lést úr krabbameini 69 ára að aldri. Þetta er í fyrsta skipti sem plata með Bowie trónir í efsta sæti listans.

Safnplatan Best of Bowie sem gefin var út árið 2002 er í fjórða sæti listans, en afar sjaldgæft er að tvær plötur með sama listamanni séu í efstu fimm sætunum. Blackstar komst einnig í efsta sæti breska vinsældalistans og var tíunda plata Bowies sem náði þeim áfanga.