Björk keppir við Ariana Grande um Brit

14.01.2016 - 21:25
Björk Guðmundsdóttir er tilnefnd til bresku Brit-verðlaunanna sem besta tónlistarkona ársins - hún er þar í flokki með poppstjörnunni Ariana Grande, Lönu Del Rey og Meghan Trainor. Björk hefur þrívegis hlotið verðlaun á Brit - síðast árið 1998. Hún var valin besti alþjóðlegi nýliðin árið 1994.

Björk hefur hlotið einróma lof fyrir nýjust plötu sína Vulnicura þar sem hún gerir upp samband sitt og listamannsins Matthew Barney. Hún hefur einnig verið áberandi að undanförnu í baráttunni fyrir verndun hálendisins. 

Dagurinn í dag reyndist raunar íslensku tónlistarfólki sérlega eftirminnilegur því Jóhann Jóhannsson var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist við kvikmyndina Sicario.

Björk og Jóhann eru einnig bæði tilnefnd til bandarísku Grammy-verðlaunanna. Björk fyrir áðurnefnda Vulnicura en Jóhann fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything. Jóhann hlaut Golden Globe fyrir það verk sitt og var sömuleiðis tilnefndur til Óskars- og Bafta-verðlauna.