Björgvin: Þetta er eiginlega skandall

06.01.2016 - 23:12
„Það er kannski ágætt að fá vandamálin í fangið núna og geta þá bætt þau fyrir næstu leiki,“ sagði Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Íslands, sem varði 16 skot í tapi Íslands í æfingaleik gegn Portúgal í kvöld.

Íslenska liðið hefur æft stíft að undanförnu og virkaði þreytt þegar út í leik kvöldsins var komið. Björgvin tekur undir það: „Portúgalarnir virkuðu ferskari og á þessum 10 mínútna kafla í síðari hálfleik, þegar við missum þá frá okkur, þá kom það berlega í ljós. Þá er skylda okkar að vinna það upp með baráttu og geðveiki. Við náum því ekki upp þó við séum á heimavelli og það er eiginlega skandall.“

Einar Örn Jónsson ræddi við Björgvin Pál að leik loknum og má sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.

Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður
Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður