Björgunarsveitir standa víða í ströngu

04.02.2016 - 20:57
Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga hefur staðið í ströngu síðan óveður skall snarpt á seinnipartinn í dag. Mikil veðurhæð er á svæðinu og ofankoma. Ökumenn hafa lent í vanda á brautinni inn að Hvammstanga, sunnan við Múla, og á Holtavörðuheiði. Hefur sveitin komið um 20 manns á átta bílum til aðstoðar, sað því er segir í frétt frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

 

Í Stykkishólmi hefur verið ófærð víða innanbæjar og hið sama var uppi á teningnum á Grenivík. Tilkynnt var um skilti að fjúka á Ásbrú og var Björgunarsveit Suðurnesja kölluð út til að festa það.

Sveitir frá Svalbarðseyri og Þingeyjarsýslu hafa einnig aðstoðað vegfarendur er hafa fest bíla sína og á Suðurlandi hafa björgunarsveitir staðið vaktina við lokunarp.

Sveitir á sunnanverðum Vestfjörðum hafa verið upplýstar um óvissuástand vegna snjóflóðahættu. Nokkur hús hafa þegar verið rýmd á rýmingarreit 4 á Patreksfirði.