Bjóða út vinnu við háspennulínur

18.01.2016 - 09:43
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Landsnet buðu um helgina út gerð vegslóða, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 sem reistar verða milli Kröflustöðvar, Þeistareykja og Bakka við Húsavík. Ljúka á undirbúningsvinnu við Kröflulínu fyrir 1. ágúst og öllu verkinu fyrir 1. október. Stefnt er að því að vinna að yfirbyggingu og strengingu leiðara hefjist í sumar en fari að mestu fram að sumarlagi á næsta ári.

Alls verður línan 61 kílómetri að lengd og möstrin verða 193 talsins. Verkið sem var boðið út um helgina felur í sér gerð vegslóðar með línunum hliðarslóða og vinnuplana við möstur auk þess að útvega efni og framleiða undirstöður, stagfesti og stálhluta. Að auki er þar um að ræða jarðvinnu við niðurlögn undirstaða og stagfesta.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV