Bjó til Andlit stríðsins úr skothylkjum

Erlent
 · 
Evrópa
 · 
Menningarefni

Bjó til Andlit stríðsins úr skothylkjum

Erlent
 · 
Evrópa
 · 
Menningarefni
27.07.2015 - 20:13.Bjarni Pétur Jónsson
Úkraínskur listamaður bjó til andlitsmynd af Vladimír Pútín Rússlandsforseta úr rúmlega fimm þúsund notuðum skothylkjum sem var safnað af úkraínskum vígvöllum. Verkið nefnist Andlit stríðs.

Það tók listamanninn Dariu Marchenko rúmlega fjóra mánuði að ljúka verkinu. Skothylkjunum, sem flest eru úr Kalashnikov rifflum, var safnað í nágrenni Donetsk-flugvallar og víðar í Donbass-héraði. „Stríðið er fullt af mannslífum, sem líkjast skothylkjum. Ef fólk hefur þetta í huga, ef þeir sem komu til Úkraínu í þeim tilgangi að heyja stríð, ef þeir hafa þetta hugfast, þá hefst ekkert stríð,“ segir Daria. 

Verkið þykir mjög vel gert og raunar ótrúlegt að það sé gert úr skothylkum. Það hefur hinar ýmsu hliðar eftir því hvernig ljósi er beint að því. „Ef því hvar ljósið fellur á hann magnast upp kinnbeinin eða augun. Tilfinningin í augunum breytist eftir lýsingu. Þetta verk sýnir mörg ólík svipbrigði, ólíkar persónur.“

Yuriy Mikhailsky, úkraínskur hermaður sem særðist tvisvar í stríðinu, aðstoðaði listamanninn við að ljúka verkinu. Hann vonast til þess að það hjálpi almenningi að skilja ástandið í Úkraínu. „Þetta er afar áhugavert að huga að tílkun myndanna af því að stríð er skylt listinni. Þetta er óvenjulegt verk. Kannski er það nauðsynlegt vegna þess að amrgir skilja hvað er á seyði núna. Kannski á þann hátt að menn sjá að það er stríð,“ segir Yuriy.