Bjarg, Stafn og Ofanleiti

Mannlíf
 · 
Menningarefni
 · 
Flakk
Mynd með færslu
 Mynd: Google

Bjarg, Stafn og Ofanleiti

Mannlíf
 · 
Menningarefni
 · 
Flakk
Mynd með færslu
19.05.2017 - 18:00.Lísa Pálsdóttir.Flakk
Áður en Reykjavík varð kaupstaður voru torfbæir í Ingólfsstræti sem hétu ýmsum nöfnum, sum húsanna þar bera enn sömu nöfn. Flakkað um Ingólfsstræti laugardag 13.maí kl. 1500 á Rás 1.

Sagan drýpur af hverju húsi

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er um margt fróður um gamla bæinn í Reykjavík. Ingólfsstræti kom í kjölfar Þingholtsstrætis, og er gatan fyrsta gatan í Reykjavik kennd við persónu. Nafnið Þingholt er hins vegar nafn á torfbæ, sem var reist við hlið þinghúss Seltjarnarneshrepps, og nafnið valið vegna legu bæjarins og hefur haldist síðan. Í götunni er einnig fyrsta steinsteypta íbúðarhús borgarinnar, kirkja og falinn botnlangi, sem líklega er síðasta malargatan í Reykjavík.

Fæddur inní söfnuðinn

Aðventistakirkjan er við Ingólfsstræti. Söfnuðurinn er ekki fjölmennur í dag, því aðeins um 200 manns er í honum, Eric Guðmundsson er prestur í söfnuðinum, og segir að þegar hann var drengur var erfitt að finna sæti í laugardagsguðsþjónustum kirkjunnar, en aðventistar halda laugardaginn heilagann. 

þreytt á hótelvæðingu í miðborginni

Þóra Andrésdóttir og fjölskylda hafa búið í bakhúsi við Ingólfsstræti í yfir 30 ár, húsið er í litlum botnlanga bakvið kirkjuna og minnir einna helst á þorpsgötu fyrri tima, því þar er ekki malbikað. Þóra og maður hennar hafa nú hugsað sér að flytja, þau eru alveg búin að fá nóg af hótelvæðingunni og stefnu borgarinnar í skipulagsmálum miðborgarinnar. En þau hafa unað sér vel í Ingólfsstrætinu og sjálfsagt fylgir einhver tregi flutningi.