Birtu myndir tengdar ofbeldi gegn föngum

06.02.2016 - 08:20
This image provided by the Department of Defense shows one of the 198 photos of detainees in Iraq and Afghanistan, involving 56 cases of alleged abuse by U.S. forces, that were released Friday, Feb. 5, 2016, in response to a Freedom of Information request
 Mynd: ap  -  Department of Defense
Bandaríska varnarmálaráðuneytið birti í gær 198 ljósmyndir sem tengjast ásökunum um ofbeldi bandarískra hermanna gegn föngum í Afganistan og Írak. Þar eru meðal annars nærmyndir af líkamshlutum sem gefa til kynna að viðkomandi hafi verið beittur ofbeldi.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir myndirnar koma úr rannsóknum á á sakamálum á hendur hermönnum. Í 14 tilvikum hafi sekt verið sönnuð og í einhverjum tilvika leitt til lífstíðarfangelsisvistar.

Bandarísku réttindasamtökin American Civil Liberties Union höfðuðu mál fyrir meira en áratug til að fá myndirnar birtar, en þær eru einungis hluti ljósmynda sem til eru af stríðsföngum Bandaríkjamanna. 

Jameel Jaffer, fulltrúi American Civil Liberties Union, segir að það að velja þessar myndir úr geti gefi villandi mynd af umfangi ofbeldisins. Þær sem ekki hafi verið birtar séu besta sönnunin á hversu miklu ofbeldi hafi verið beitt í fangelsum Bandaríkjahers. 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV