Birkir skoraði tvö fyrir Basel

21.02.2016 - 16:46
epa05047095 Basel's Birkir Bjarnason celebrates after scoring the 1-0 lead during the Swiss Super League soccer match between FC Basel 1893 and FC Luzern at St. Jakob-Park stadium in Basel, Switzerland, 29 November 2015.  EPA/GEORGIOS KEFALAS
 Mynd: EPA  -  KEYSTONE
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Basel gegn Vaduz í svissnesku deildinni í knattspyrnu. Vaduz leiddi leikinn í hálfleik 0-1 en í síðari hálfleik skoruðu Birkir og félagar fimm mörk.

Birkir skoraði tvö síðustu mörk leiksins en hann lék allan leikinn fyrir Basel sem er langefst á toppi svissnesku deildarinnar. Basel hefur 52 stig á toppnum og hefur fimmtán stiga forystu á Grasshoper sem er í öðru sæti.

Birkir hefur þar með skorað 10 mörk á leiktíðinni með Basel en hann gekk til liðs við félagið í sumar frá ítalska félaginu Pescara.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður