Bíl ekið á fólk á Times-torgi í New York

18.05.2017 - 16:27
epa05972524 Emergency workers work at the scene after multiple people were injured when a vehicle struck numerous pedestrians in Times Square in New York City, New York, USA, 18 May 2017. Reports indicated that the vehicle was possibly speeding when it
 Mynd: EPA
Einn er látinn og tólf slasaðir eftir að bíl var ekið á miklum hraða á vegfarendur á Times-torgi í New York í Bandaríkjunum. Atvikið varð rétt eftir klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fjöldi sjúkrabíla og lögreglubíla er á vettvangi.

Lögregla hefur handtekið ökumann bílsins og hefur svæðinu verið lokað af. Ökumaðurinn hefur í tvígang verið handtekinn fyrir að aka undir áhrifum.

Á Twitter-síðu lögreglunnar í New York er talað um „árekstur“ („collision“). Slökkvilið borgarinnar vísar til atviksins sem „slyss“ („accident“). Fréttastofa CBS hefur eftir lögreglu að svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum. Ekki sé talið að um hryðjuverk sé að ræða.

Times-torg er meðal vinsælustu áfangastaða ferðamanna í New York. 

Fréttin hefur verið uppfærð

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV