Bið verði á millilandaflugi frá Akureyri

03.03.2016 - 07:57
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason  -  RÚV
Ekkert verður af áformum ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic um að hefja reglulegt millilandaflug frá Norðurlöndunum til Akureyrar í sumar. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni Túristi í dag.

 

Þar kemur fram að til hafi staðið að vera með vikulegar ferðir til og frá Akueyri í sumar, í samstarfi Trans-Atlantic og ríkisflugfélags Eistlands. Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar segja hins vegar í svari við fyrirspurn Túrista að ekki verði af þessu í ár, þar sem meiri tíma þurfi til að „samræma aðkomu hinna ýmsu aðila sem hafa verið í viðræðum um það.“

Stefnt sé að því að flug milli Norðurlanda og Norðurlands hefjist á næsta ári - 2017.