Bátur gereyðilagðist í eldi á Vopnafirði

18.05.2017 - 21:03
Eldur kom upp í bátnum Jökli NS-73 á Vopnafirði í kvöld, um 2,6 sjómílur utan við kauptúnið. Einn maður var í bátnum. Hann náði að sjósetja gúmmíbjörgunarbát og koma sér yfir í hann. Ekkert amar að bátsverjanum, samkvæmt fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Vopnfirska björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson var sent á staðinn og var slökkvibúnaður í skipinu notaður til að slökkva eldinn. Reynt var að draga bátinn í land eftir að slökkvistarfi lauk en hann sökk.

Rætt var við Stefán Grím Rafnsson, skipverja á björgunarskipinu, í sjónvarpsfréttum.

Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV